Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Að gjöra ekki ferðina ónýta
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
„Að gjöra ekki ferðina ónýta“
„Að gjöra ekki ferðina ónýta“
Þegar prestur hafði lokið embættisgjörð á Reykhólum varð honum reikað þar niður eftir túni á leið til laugar sem þar er. Sér hann þá að kelling ein úr sókninni sem kirkjuna sókti um daginn situr við laugina; hann gengur til hennar svo hann sæi hvað hún hefðist þar að. Þegar kerling sér hann koma heilsar hún honum og spyr hvað langt verði þangað til hann taki til embættisgjörðarinnar. „Embættisgjörðin er búin,“ mælti hann. „Æ hvaða skratti,“ kvað kerling, „hún Guðrún hefur þá svikið mig; ég hafði að tarna með mér til að gjöra ekki ferðina ónýta.“ Það var vaðmálsstúfur sem hún var að þæfa á hellu við laugina.