Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Alþingi og hundarnir

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Þegar alþing Íslendinga hófst að nýju á 19. öld og menn fóru að fá fregn um þingstörfin og árangur þeirra hjá stjórninni mælti maður einn að sér virtist meðan alþingi ekki fengi ályktarvald í málunum mundi það verða ekki ólíkt því „þá margir hundar koma saman á haugi og allir gelta, en enginn veit að hverju hann geltir eða hvað af geltinu leiðir. Þegar húsbóndinn kemur út og sveiar þeim þagna þeir, leggja niður rófuna og fara burt af haugnum og hafa þannig ómak sitt fyrir ekkert.“