Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Aldrei er friður

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
„Aldrei er friður“

Maður einn sem Ólafur hét, á ungum aldri þá saga þessi gjörðist, þókti sumum þungur til vinnu og kölluðu því Ólaf hinn lata. Einu sinni sem oftar er hann í kirkju og fór að háttum annara með það að standa upp og setjast niður eftir því sem á stóðst við embættisgjörðina. Þókti honum það mjög leiðinlegt hversu oft það var, en leið það þó með þolinmæði þangað til honum þókti úr hófi ganga og segir: „Aldrei er friður, nú á að fara að blessa.“