Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Aldrei svo dauð
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Aldrei svo dauð
Aldrei svo dauð
Kerling var eitt sinn í Húnaþingi er Kristín hét; hún átti dóttur er eignaðist barn og lét það heita Kristínu. Kerling unni barninu og kom oft á bæinn til að sjá það og víkja því góðu. Eitt sinn er hún kom og ætlaði af stað aftur fór barnið að gráta. Kerlingu tók sárt til þess og vildi hugga og segir: „Vertu ekki að gráta Kristín litla, því þó ég verði dauð verð ég aldrei svo dauð að ég komi ekki hingað, það er ekki svo langt.“