Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Arnbjörn á Valdalæk

Úr Wikiheimild

Arnbjörn hét maður er búið hafði á Valdalæk á Vatnsnesi baslbúnaði; hann átti eina kú og varð oft heylaus handa henni. Kona hans hét Björg. Þá er Arnbjörn var löngu hættur búnaði og orðinn gamall sagði hann oft sögur af búnaði sínum á Valdalæk, einkum hvað mikið hann hafði heyjað. „Ég átti þar,“ sagði hann, „átján rima stiga og bar svo hátt töðuheyið að þegar ég stóð [í] hæsta haftinu og hún Bjargála mín stóð á öxlunum á mér og teygði sig þá náði hún undir kolltorfuna.“