Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Bæn klerksins

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Einu sinni gjörði prestur nokkur vess og söng það af prédikunarstól, en aðrir segja fyri útgönguvess, og látið syngja:

Þurra veðráttu og þæga tíð
þú mátt gefa oss öllum.
Það má nú heita harmastríð
að heyið fúnar á Völlum.
Engin bæði og úthaginn
allur í vatni flýtur
til alls ónýtur.
Afdráttur kvenna og afli minn
atlar að verða skítur.