Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Bölvuð farðu nú hrífa!

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
„Bölvuð farðu nú hrífa!“

Drengur einn ætlaði erlendis eina ferð til frama og frægðar. Sigldi hann með skipi einu úr Faxaflóa. Komust þeir fyrir Reykjanes og brutu skip sitt. Drengurinn var þegar orðinn danskur í orði og anda. Sá hann þar hrífu á vellinum, spurði dreng einn er hjá stóð um leið og hann steig fætinum á tindana: „Sig mig du en lille knægt, hvilket våben er dette?“ Um leið þrýsti hann fætinum á tindana svo að hrífan hófst á loft og sló hann rokna högg á nasirnar. Þá vissi hann hvað var, og segir: „Bölvuð farðu nú hrífa!“