Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Bakkabræður (2)
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Bakkabræður
Bakkabræður
Á Bakka í Barðssókn í Fljótum bjó einu sinni bóndi sem Þorsteinn hét. Hann átti fjóra syni; hétu þeir Eiríkur, Þorsteinn, Gísli, Jón. Þeir eru kallaðir Bakkabræður og hafa þeir gert nafn sitt ódauðlegt með sínum frábæru gáfustrikum, og þó snemma beygðist hjá þeim krókurinn sá sem verða vildi náði þó gáfnaljós þeirra skærast að skína eftir andlát föður þeirra. Skal fyrst frá því skýra og síðan frá nokkrum öðrum frægðarverkum þeirra sem enn eru í alræmi og verða það máske ekki síður hér eftir.