Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Barnaðu þessa

Úr Wikiheimild

Eitt sinn var ríkur bóndi [sem] átti einn son. Hann hélt margar vinnukonur. Sonur bónda barnaði þær allar hvurja eftir aðra. Karlinn fór í þessu ráðaleysi og útvegaði sér vinnukonu sem var fimmtug að aldri og sagði við son sinn: „Farðu nú drengur minn og barnaðu þessa.“ Að ekki fullu ári liðnu átti stúlkan barn, enda brá karlinn það bezta við og lét son sinn eiga þessa.