Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Bezt er þó að taka hjá sjálfum sér
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
„Bezt er þó að taka hjá sjálfum sér“
„Bezt er þó að taka hjá sjálfum sér“
Bóndi bjó eitt sinn á Belgsá í Hnjóskadal er bjargaðist sæmilega og þurfti lítið til annara að sækja. Hann var líka hreykinn yfir sjálfum sér og hafði fyrir orðtak: „Gott er það sem guð og menn gefa, en bezt er þó að taka hjá sjálfum sér.“