Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Bezt er þó að taka hjá sjálfum sér

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, edited by Jón Árnason
„Bezt er þó að taka hjá sjálfum sér“

Bóndi bjó eitt sinn á Belgsá í Hnjóskadal er bjargaðist sæmilega og þurfti lítið til annara að sækja. Hann var líka hreykinn yfir sjálfum sér og hafði fyrir orðtak: „Gott er það sem guð og menn gefa, en bezt er þó að taka hjá sjálfum sér.“