Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Björn lögmaður og Skúli fógeti

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Björn lögmaður Markússon og Skúli landfógeti Magnússon gengu eitt sinn af skipi upp í Viðey og leiddust upp götustíginn; en er þeir komu upp á túnið þraut lögmann gönguna; hann var feitur og mikið klæddur; stjaldrar hann við og blæs mæðinni; þá segir Skúli: „Skrattans góður smali værir þú.“ Lögmaður skaut þá upp öndinni og svarar: „Það væri ég ef ég hefði þig fyrir hund.“