Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Brúkar mær sína gömlu siði

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
„Brúkar mær sína gömlu siði“

Karlsdóttir átti von á pilti sínum. Karlinn vildi ekki að þau ættust, en kerlingin vildi það og skipaði dóttur sinni að hafa nálar í húfu með alla vega litum tvinnaendum þegar pilturinn kæmi. Og þegar hann kom stóðu þau öll úti. Þá sagði kerlingin: „Brúkar mær sína gömlu siði.“ Þá sagði karlinn: „Meig hún undir enn í nótt?“ Svo fór sem karl ætlaði, að pilturinn sagði henni upp fyrir bragðið.