Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Efnilegt barn

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Efnilegt barn

Við kirkjur er það alvenja að konur hittast og eru að sýna hver annari börn sín og geta framfara þeirra. Sú var ein einu sinni sem átti dreng er henni þókti afbrigða barn, einkum að því hvað honum varð fljótt og vel til málsins. Segir hún þar um við grannkonu sína: „Gott og mikið fer honum fram; í fyrra gat hann ekki sagt nema ,andinn, andinn,' en nú getur hann skýrt sagt ,fjandinn, fjandinn'.“