Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Eftir hentugleikum

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Þjóf einum var sagt að hann yrði að bæta ráð sitt og hætta að stela; hann tók vel undir það og mælti að það yrði fyrir sér eftir hentugleikum að hætta að stela.