Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Einn skrattinn er hjá mér

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
„Einn skrattinn er hjá mér“

Gunnar prófastur Pálsson í Hjarðarholti[1] hafði eitt sinn í predikun sinni þetta algenga máltak: „Víða er pottur brotinn.“ Þessu gegndi Brynjólfur bóndi í Ljárskógum sem sat við altarishornið: „Það er satt séra Gunnar, einn skrattinn er hjá mér botnlaus í smiðjuglugganum.“

  1. Gunnar Pálsson (1714-1791) skólameistari á Hólum (1742-1753) var prestur í Hjarðarholti 1753-1784.