Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Ekki öfundsverður

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, edited by Jón Árnason
Ekki öfundsverður

„Ekki get ég öfundað konunginn,“ mælti piltur einn umkomulítill, og er hann var spurður að orsök til þess mælti hann: „Mér hefur verið sagt að konungurinn verði að greiða hár sitt á hverjum degi og kemba sér, en þó ég geri þetta ekki nema einu sinni á ári þá þykir mér það fullillt og vildi fegnastur aldrei gjöra það.“