Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Ekki er ætíð ábati að eldsbruna

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, edited by Jón Árnason
„Ekki er ætíð ábati að eldsbruna“

Á Auðkúlu í Arnarfirði bjó eitt sinn bóndi sá er Guðmundur hét. Hann var auðmaður og lék það orð á að hann hefði á yngri árum sínum náð peningum úr eldsbruna og leynt fundinum. Þegar hann var gamall orðinn brann fjós hans og missti hann þar sex kýr sínar sem allar dóu í brunanum. En er kýrskrokkarnir voru dregnir út úr rústunum var bóndi viðstaddur og mælti: „Ekki er ætíð ábati að eldsbruna.“