Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Ekki er gaman að guðspjöllunum

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1864) 
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
„Ekki er gaman að guðspjöllunum“

„Ekki er gaman að guðspjöllunum, enginn er í þeim bardaginn,“ sagði kerlingin. „Og verri eru þó helvízkir pistlarnir,“ gall við önnur kerling. Þaðan er það orðtak dregið að ekki sé gaman að guðspjöllunum þegar manni ofbýður eitthvað, að kerlingunni þótti ekkert til þeirra koma hjá tröllasögum og lygasögum sem hún var vanari að heyra og þótti meiri mergur í.