Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Ekki guð sjálfur og ég varla sjálfur

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
„Ekki Guð sjálfur og ég varla sjálfur“

Prestur nokkur spurði börn á kirkjugólfi að hvenær sá síðasti dómur yrði haldinn. Börnin þögðu öll. Þá sagði prestur: „Það er ekki von að þið vitið það, börn, því það veit enginn maður, það vita ekki englar Guðs og ekki Guð sjálfur og ég valla sjálfur.“