Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Enginn kann utan hann Leifi

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, edited by Jón Árnason
„Enginn kann utan hann Leifi“

Kerling las fyrir munni sér: „Enginn kann utan hann leyfi eitt skerða hár á mér.“ Þar á bæ var fjósamaður sem hét Þorleifur. Þá sagði kerlingin: „Það er mikið vald sem hann Leifi hefir að enginn skuli mega skerða á mér hárið nema hann.“