Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Fátt af guðsbörnum, flest útróðrarmenn

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
„Fátt af guðsbörnum, flest útróðrarmenn“

Jón prestur Ásgeirsson á Stapatúni[1] kom eitt sinn um vetrartíma að Ingjaldshóli til embættisgjörðar og var mjög fátt af sóknarfólki komið að kirkjunni, en margt af vermönnum. Þegar prestur gekk í kirkjuna leit hann yfir söfnuðinn og mælti: „Fátt af guðsbörnum, flest útróðrarmenn.“

  1. Jón Ásgeirsson (1758-1834) fékk Nesþing 1792 og hélt til æviloka, bjó í Stapatúni.