Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Fallega það fer svo nett

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
„Fallega það fer svo nett“

Einu sinni stóð kona nokkur úti á hlaði og sá hvar maður hennar var að smala í fjallshlíð, seint á vetri. Kom hún auga á að honum skrikaði fótur á hjarnskafli og hrapaði fram af klettum sem voru fyrir neðan. Urðu konunni þá þau ljóð af munni er síðan eru í minnum höfð:

Fallega það fer svo nett,
flughálkan er undir,
hann er að hrapa klett af klett
og kominn ofan á grundir.