Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Farðu hvorugt, Láfi litli

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, edited by Jón Árnason
„Farðu hvorugt, Láfi litli“

Prestur kom á bæ að húsvitja; á bænum var fátt fyrir er við söguna koma; getið er aðeins konunnar og drengs hennar er Ólafur hét. Prestur spurði dreng og var hann fáfróður mjög og gat fáu svarað. Síðast spyr prestur hann hvort hann mundi heldur vilja fara til himnaríkis eða helvítis. Ólafur varð hér sem fyrri seinn til svars, en móðir hans greip máli fyrir og mælti: „Sittu kyrr á skák þinni og farðu hvorugt, Láfi litli.“