Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Farðu yfir Hrútafjarðarháls

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1864)
„Farðu yfir Hrútafjarðarháls“

Sagt er að einu sinni hafi tvær kerlingar hitzt í Reykjavík og komizt í hár saman. Var önnur þeirra borin og barnfædd á Suðurlandi, en hin á Norðurlandi. Eftir mörg fáryrði og skammir sem þeim fóru á milli segir hin sunnlenzka: „Farðu til helvítis.“ En norðlenzka kerlingin vildi ekki velja hinni betri samastað, en gat ekki beðið henni verri bölbæna en að hún segir: „Farðu yfir Hrútafjarðarháls.“