Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Fermingarpiltarnir

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, edited by Jón Árnason
Fermingarpiltarnir

Piltar þrír voru fermdir sama daginn. Þegar úti var gengu þeir allir saman; sagði þá einn: „Þá er nú þetta búið.“ „Bezt er illu aflokið,“ kvað annar. „Við eigum eftir að enda það sem við lofuðum í dag,“ mælti hinn þriðji.