Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Forsjálni
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Forsjálni
Forsjálni
Gömul hjón er lengi höfðu búið góðu búi og áttu matbirgðir nægar kviðu því að þá þau eltust mundu þau verða tannlaus því þau fundu bilun á tönnum sínum. Kom þeim þá það ráð í hug að þau skyldu, meðan gemlur þeirra entust þeim, fara að tyggja mat niður í kistur sínar og kirnur að þau gætu lifað á því er tennurnar þrytu, og er mælt þau hafi þetta gjört og valið til þann matinn er þeim þótti beztur og lostætastur. En eigi er þess getið hvernig tuggni maturinn smakkaði þeim á eftir þá er þau fóru að nota hann.