Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Frá Jerúsalem þeir senda

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1864) 
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
„Frá Jerúsalem þeir senda“

Einu sinni var kerling að sópa sorp úr bæ og fyrir dyrum á jólaföstu, og vildi svo til, áður en hún var búin að sópa, að farið var að lesa. Þetta var á helgum degi og var byrjaður þessi sálmur í Grallaranum: Sá vitnisburðurinn valdi. Tók kerling þá undir, en hélt þó áfram verki sínu; flýtti hún sér þá, tók upp sorp á herðarblaði, þeytti því fram af öskuhaugnum og söng í sama bili:

„Frá Jerúsalem þeir senda“

í annað sinn þeytti hún af öðru og söng þá:

„syni Levís vel kennda“

Og í því hún kastaði hinu þriðja söng hún:

„og höfuðprestanna her.“