Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Fuglinn Sút (1)
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1864)
Fuglinn Sút
Fuglinn Sút
Það var einhvern tíma að kerling var að biðja fyrir sér og beiddi meðal annars drottin að varðveita sig fyrir illum öndum og fyrir fuglinum Sút. Þegar gengið var á kerlingu sagði hún að hún væri ekki eins hrædd við neina skepnu sem við fuglinn Sút sem flygi í gegnum hjartað á manni og dræpi hvern mann. Kom þá upp að kerlingin hafði heyrt sungið í Hallgrímssálmum: „Sút flaug í brjóstið inn“ þar sem talað er um iðran Péturs og hélt kerlingin að þetta væri fugl. Er því þar um kveðið að ekki sé skaðsamara dýr á jörðu en fuglinn Sút:
- „Í brjóst flýgur voða vestur
- vís til að drepa mann.“