Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Fyrir utan kross (2)

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, edited by Jón Árnason
„Fyrir utan kross“

Í Haga á Barðaströnd var kerling er tók eftir því sem stendur í sálmi Hallgríms Péturssonar:

„Holdið má ei fyrir utan kross
eignast á himnum dýrðar hnoss.“

Þegar búið var að lesa mælti hún: „Það skal þó ekki svo grátt leikið að mér verði til fordæmingar að vera fyrir utan Kross,“ – og tók hún í snatri saman tjörgur sínar og strýkur með þær inn yfir Hagavaðal og fær sér vist á Vaðli, en næsti bær fyrir utan Vaðal heitir Kross og er hann innar á Ströndinni en Hagi.