Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Fyrirgefning

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Kerling nokkur var eitt sinn á Látraströnd. Hún átti snældu er hún spann band á. Maður var á heimilinu er hafði hönd á snældunni og braut hana í ógáti. Kerling reiddist manninum fyrir snældubrotið, en hann svaraði góðu um og bað hana fyrirgefa sér það. Kerling þverneitar því og segir: „Ég fyrirgef ekki þeim sem ég á að fyrirgefa, og skyldi ég þá fyrirgefa þér, strákurinn þinn?“ „Hver er sá,“ spurði maðurinn, „sem þú átt að fyrirgefa?“ „Og það er guð minn almáttugur,“ mælti kerling.