Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Góður viðbætir

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Góður viðbætir

Eitt sinn þjónustaði prestur kerlingu, en er því var lokið biður hún hann að gefa sér tóbak upp í sig. Prestur gjörir það og þykir kerlingu vænt um og segir: „Þetta var nú góður viðbætir, prestur minn.“