Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Hólkið þér í yður, herra minn

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1864)
„Hólkið þér í yður, herra minn“

Einu sinni kom biskupinn með lókát sinn á bæ til kerlingar einn góðan sólskinsdag. Kerlingin setti þá biskup út í skemmu og bar fyrir þá trog fullt af skyri og rjóma. En meðan biskup var að borða dró yfir skúr, en taðan lá flöt á túninu. Þá fer kerlingu að verða órótt og þótti hinir vera lengi að signa matinn og sagði þá það sem síðan er haft að máltæki: „Og hólkið þér í yður, herra minn, og flýttu þér, lókur!“