Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Hún litla kerlingar

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, edited by Jón Árnason
Hún litla kerlingar

Séra Jón gamli prestur til Grundar og Möðruvalla[1] hafði góða reglu við kirkjur sínar. Hann lét alla bændur og konur hafa viss sæti í kirkjunni. Hann vildi ekki að fullorðnar og stálpaðar bændadætur sæti hjá mæðrum sínum svo þær tæki ekki sæti af öðrum konum sem áður hefði verið vísað þar til sætis. Einn sunnudag fyri messu atlaði prestur að raða til í sætum. Kelling ein var í sókninni sem Helga hét; hún átti dóttur eina barna næstum fullorðna. Hún bjóst við að hún fengi ekki að láta hana sitja lengur hjá sér. Þegar fólk var setzt niður í kirkjunni gengur prestur fram úr kórnum. Kallar kelling hátt yfir alla: „Ég atli að biðja yður, séra Jón, að rífa ekki hana litlu mína undan mér.“


  1. Séra Jón Jónsson „lærði“ (1759-1846).