Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Hefur gjört það sem meira er

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Kona nokkur átti mann sem Bjarni hét; hann var lítilfjörlega banghagur. Eitt sinn heyrði hún menn ræða um hvort hann mundi geta smíðað eitthvað er þeir ákváðu og ætluðu hann mundi ekki geta það. „Geta það,“ mælti konan, „hann hefur gjört það sem meira er hann Bjarni minn, að skapa sjálfur börnin sín.“