Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Herra biskup, séra prestur

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1864) 
þjóðsaga, ritstjóri Jón Árnason

Á íslandi er það siður að kalla biskupinn einn herra, en prestinn séra. Því varð kerlingunni mismælið sem kallaði biskupinn séra sem vísan sýnir:

„Sælir verið þér, séra minn!
sagði ég við biskupinn,
anzaði mér þá aftur hinn:
Þú áttir að kalla hann herra þinn.“