Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Hjálpræðis hjálmur og spjót
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Hjálpræðis hjálmur og spjót
Hjálpræðis hjálmur og spjót
Kelling ein sem mikinn trúnað hafði á draugum og djöflagangi var vön í rökkrunum að draga sig út með kollu sína og hella úr henni, söng jafnan fyrir munni sér þá er hún hökti fram göngin stef þessi:
- „Meðan hjálpræðis hjálm og spjót
- í höndum mínum ég ber
- óhræddur geng ég illum mót
- öndum og myrkra her.“