Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Karl leitar konu sinni lækninga

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, edited by Jón Árnason
Karl leitar konu sinni lækninga

Einu sinni fór karl að leita kerlingu sinni lækninga. Læknirinn spurði hann: „Hefir hún á klæðum?“ „Hún átti eitt klæðisfat,“ segir kallinn, „og er það fyrir löngu útslitið.“ „Hefir hún tíðir?“ segir læknir. „Og seisei, seisei,“ segir kallinn, „aldrei fer hún til tíða.“ „Farðu bölvaður,“ segir læknirinn, „missir hún þá nokkurn tíma blóð?“ „Það veit ég ekkert,“ segir karl, „þetta vænt' ég mér geri, – ég missi aldrei blóð.“