Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Karlinn og kýrin

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Karlinn og kýrin

Karl einn átti kú gamla er hann vildi skera. Hann bindur kúna með reipum og leggur hana niður. En er hann skar á háls henni brá hún við og sleit af sér böndin. Þótti honum að því og mælti: „Þér var ekki gert það að þú þyrftir að ólmast.“