Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Kerlingin og kýrin

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Kerlingin og kýrin

Það var einu sinni að kelling nokkur sat inn á palli á heimili sínu, en fólk var ekki heima. Einhvörn tíma um daginn tekur kelling disk sinn og fer að tyggja leifar sínar. Þá tekur hún eftir því að kýrin hjónanna sem var undir pallinum er að tyggja líka. „A,“ segir kelling, „er henni alvara að vera að herma eftir mér?“ fer ofan og ber kúna. Þegar kelling er setzt niður aftur og farin að jóðla þá heyrir hún að kýrin er aftur farin að jórtra. „Ennþá er hún farin að herma eftir mér.“ segir kelling; „alvara er henni,“ fer aftur ofan og lemur kúna og segir að hún skuli nú hafa þetta og herma nú eftir sér aftur. Og þetta lét kellingin ganga þangað til hún var búin að drepa kúna.