Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Líkræða

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Líkræða

Eitt sinn drukknaði maður í Grafará í Skagafirði sem Grafaróskaupstaður ber nafn af. Sóknarprestur hans talaði eftir hann svohljóðandi: „Þarna liggur þú hundvotur upp úr henni Grafará. Mikið var um þig að fara að deyja frá kornungri konunni og hráblautum börnunum. Nú gangið þið út, kæru tilheyrendur, og súpið á glösum ykkur, en ég er bundinn sem hundur hér við. Vil ég ekki tefja lengur hér við og veiti þið honum þá síðustu þénustu, að koma honum frá okkar augum.“