Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Ljótt nafn
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Ljótt nafn
Ljótt nafn
Maður kom frá kirkju og var spurður frétta; hann sagði engar nema barn hefði verið skírt í messunni. Hann var spurður hvað barnið hét. „Ég get ekki haft það eftir,“ sagði hann, „það var svo ljótt.“ Fólkið sókti því fastar á að heyra nafnið svo hann varð að segja það. „Það heitir Attaníoss,“ kvað hann. En barnið hét Antoníus.