Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Móðir drottins

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Kerling kom frá kirkju á jóladaginn og sagði við karlinn sinn: „Nú vissi ég hvað móðir drottins míns hét, í dag; hún hét Finna.“ „Það var ekki satt,“ segir karlinn, „hún hét Máríá.“ „Ég get sannað það,“ segir kerling, „versið er svona: ,Í því húsi ungan svein og hans móðir Finna.' Og Finna hét hún og hafðu það.“