Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Mjólkin, flotið og áin Fjórtán

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1864) 
þjóðsaga, edited by Jón Árnason
Mjólkin, flotið og áin Fjórtán

Einu sinni áttu karlar þrír tal með sér um ýmsa hluti; þar kom og að þeir fóru að tala um hvaða matur þeim félli vel. Segir þá einn þeirra: „Góð er mjólkin, guð var í henni skírður.“ „Ósatt er það,“ segir annar, „í flotinu var hann skírður, blessaður.“ „Ekki er það heldur sannara,“ sagði hinn þriðji, „hann var skírður í ánni Fjórtán.“