Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Nýi skinnstakkurinn
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Nýi skinnstakkurinn
Nýi skinnstakkurinn
Kona nokkur í Bjarneyjum á Breiðafirði missti mann sinn í sjóinn, og er hún vissi að svo hafði að borið mælti hún: „Það var auðvitað að feigð kallaði að honum í morgun því skrattinn minnti hann á að taka þann eina nýja skinnstakkinn er hann átti og fara til fjandans með hann.“