Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Nýtt er mér þetta

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
„Nýtt er mér þetta“

„Nýtt er mér þetta,“ mælti karl einn, „að mér sé borin óráðvendni til handanna. Það var ef ég man rétt einu sinni í fyrra, tvisvar árið áður og þrisvar hitt árið, einu sinni enn og núna, og nýtt er mér þetta.“