Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Og þér mátti það...

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
„Og þér mátti það...“

Kerling mælti þegar hún eitt sinn heyrði lesið guðspjallið á fyrsta sunnudag í föstu: „Og þér mátti það, bölvuð forsmánin þín, að bjóða blessuðum himnaríkisherranum mínum öll ríki veraldarinnar og þeirra dýrð, þú sem ekki áttir bót á rassinn á sjálfum þér og gekkst með brókina alla opna í klofinu.“