Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Sá heilagi Davíð

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Einu sinni sendi prestur vinnumann sinn að kaupa ket að bónda sem Davíð hét. Þetta var á sunnudagsmorgun. Prestur embættaði um daginn, en í ræðunni vitnaði hann til Davíðs og segir: „Hvað segir sá heilagi Davíð hér um?“ Í þessu bili kemur vinnumaður prests í kirkjudyrnar frá ketsókninni og hélt að prestur meinti Davíð bónda og segir: „Hann bölvar því ketinu að þér fáið hjá sér.“