Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Sælir og blessaðir, heykrókur góður (2)
Fara í flakk
Fara í leit
Karl átti von á biskupi og vildi heilsa honum virðulega þegar hann kæmi og fór að læra það á heykróknum sínum og var að sístaglast á þessu: „Komið þér sælir og blessaðir, heykrókur góður.“ Þegar biskup kom varð karli það á af vana að hann sagði: „Komið þér sælir og blessaðir, heykrókur góður.“