Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Sælir verið þér, græðiplástur góður

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, edited by Jón Árnason
„Sælir verið þér, græðiplástur góður“

Guðrún hét kona ein er skaðaði sig á ljá. Fór maður hennar til prests síns er Hannes hét að leita ráða til hans; hóf hann mál sitt á þessa leið: „Sælir verið þér, Græðiplástur góður! Ljár skaðaði sig skaðsamlega á henni Guðrúnu minni í gær og biður hún mig sig þig yður að láta sig fá Hannesinn við.“