Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Sér hann það, vízkur
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
„Sér hann það, vízkur“
„Sér hann það, vízkur“
Börn tvö fengu eitt sinn mat sinn er faðir þeirra hafði skammtað þeim sínu í hvorju lagi, og er skammturinn kom mælti barnið annað sem verið mun hafa olnbogabarn föðursins: „Smátt skammtar hann faðir minn smjörið núna,“ „Hann sér það ekki blessaður,“ mælti hitt er var uppáhald föðurs síns. „Jú, jú,“ svaraði hitt, „sér hann það, vízkur.“